Fótbolti

Stoltur Mane sá landa sína missa sig þegar meistararnir komu heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane var kosinn besti leikmaður Afríkukeppninnar en hér fagnar hann sigri.
Sadio Mane var kosinn besti leikmaður Afríkukeppninnar en hér fagnar hann sigri. Getty/Visionhaus

Sadio Mané lagði ekki strax á stað heim til Liverpool þótt að Afríkukeppnin í fótbolta sé búinn. Hann fékk skiljanlega að fara heim með bikarinn.

Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn á sunnudagskvöldið og það er óhætt að segja að þjóðfélagið hafi farið á hliðina.

Það voru líka alvöru móttökur sem biður leikmanna liðsins við komuna heim til Senegal.

Bikarinn fékk að sofa hjá Mané aðfaranótt mánudagsins og í gær var hann kominn til Dakar í gærkvöldi.

Mané sýndi myndband frá því þegar hann mætti með liðinu til Senegal en það er óhætt að segja að þar hafi verið alvöru múgæsingur og gleði í gangi þegar fólkið sá hetjurnar sínar. Mane skrifaði undir að hann væri stoltur af því að geta fært þjóð sinni slíka gleði í fyrsta sinn.

Mané hefur sagt frá því að þetta sé sætasti sigur hans á ferlinum og sætari en titlarnir sem hann hefur unnið með Liverpool liðinu.

Hann vill líka sýna heiminum frá fögnuðu þjóðar sinnar og birti því bæði myndir og myndband af fólkinu sínu sem sjá má hér fyrir ofan og neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×