Pabbinn segir aumt hjá belgískum miðlum að ætla að eigna sér Verstappen Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2022 16:00 Feðgarnir Jos og Max Verstappen í Abú Dabí í desember eftir að Max hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn með ótrúlega dramatískum hætti. Getty/Mark Thompson Pabbi Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1 kappakstri, segir skiljanlegt að fleiri sýni nú syni hans áhuga en áður. Belgískir fjölmiðlar hafi hins vegar engan rétt á að reyna að „eigna“ sér kappann eftir að hafa sýnt honum algjört áhugaleysi um árabil. Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars. Formúla Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars.
Formúla Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti