Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2022 13:18 Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun um mestu einstöku vaxtahækkunina frá því meginvextir tóku að hækka á ný í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08
Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30