Athugið að í umfjölluninni koma fram upplýsingar úr myndinni.
Myndin segir frá sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem lentu í klóm Shimon en hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder. Hann þóttist vera sonur demanta kóngsins og billjónamæringsins Lev Leviev og náði að blekkja um tíu milljónir bandaríkjadali af konum sem töldu hann vera elskhuga sinn. Í dag eru þær enn að borga niður skuldir tengdar honum.
Shimon var eftirlýstur í Ísrael, Svíþjóð, Englandi, Þýskalandi, Danmörku og Noregi var handtekinn með falsað vegabréf í Grikklandi árið 2019. Þegar hann var handtekinn var hann dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Ísrael en var sleppt eftir fimm mánuði vegna góðrar hegðunar. Hann lifir því sem frjáls maður í Ísrael í dag.

Eftir að myndin kom út var hann bannaður á forritinu Tinder en gaf út yfirlýsingu á Instagram, þar sem hann var með 200.000 fylgjendur og hafði nýtt til þess að sýna frá sínum glæsta lífsstíl sem konurnar voru að borga fyrir.
„Ég mun deila minni hlið af sögunni á næstu dögum þegar ég hef fundið bestu og virðingarfyllstu leiðina til þess að gera það, fyrir aðra og mig. Þangað til, haldið hugum og hjörtum opnum,“
Sagði hann og stuttu síðar eyddi hann Instagram reikningnum. Netverjar óttast það að Shimon sé að fá fjármagn fyrir sína hlið af sögunni í kjölfar myndarinnar og óvart að verða frægur fyrir þær leiðir sem hann fór til þess að nálgast fé. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvað hann var að meina í yfirlýsingunni og hver örlög hans í kjölfar myndarinnar og svikanna verða.