Meirihluti stjórnar KSÍ vill sitja áfram en Borghildur ein eftir úr þeirri sem féll Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Borghildur Sigurðardóttir er varaformaður KSÍ og sækist eftir endurkjöri í stjórn sambandsins. Stöð 2 Sex af þeim átta sem setið hafa í bráðabirgðastjórn Knattspyrnusambands Íslands síðan í október sækjast eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins eftir hálfan mánuð. Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir.
Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn