Veitur en ekki veitur! Íris Róbertsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 14:32 Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Íris Róbertsdóttir Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun