Annar mannanna í gæsluvarðhald en hinum sleppt Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 14:57 Vitað er að Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn. Lögregla í Danmörku Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins. Frá þessu segir í frétt DR. Þar segir að báðir menn neiti sök í málinu sem vakið hefur mikla athygli í Danmörku síðustu daga. Ekkert hefur spurst til Mia Skadhauge Stevn frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun. Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa haldið leitinni að Miu Skadhauge Stevn áfram í dag og var meðal annars leitað við sorpvinnslustöð skammt frá Álaborg í morgun. Leitin hefur þó enn engan árangur borið. Mennirnir tveir voru handteknir í Østervrå annars vegar og Flauenskjold hins vegar, klukkan 11 að staðartíma í gær. Báðir staðir eru norður af Álaborg á Jótlandi. Á öðrum staðnum var hald lagt á dökkmálaðan bíl sem svipaði til þess bíls sem sést á öryggismyndavélum og konan steig upp í eftir um tíu sekúndna spjall við ökumann eða farþega. Mennirnir voru handteknir í gær vegna gruns um að hafa banað konunni, líkt og sagði í tilkynningu lögreglu. Vitað er að konan hafði verið að skemmta sér á skemmtistaðagötunni Jomfru Ane Gade, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn. Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. 9. febrúar 2022 13:06 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Frá þessu segir í frétt DR. Þar segir að báðir menn neiti sök í málinu sem vakið hefur mikla athygli í Danmörku síðustu daga. Ekkert hefur spurst til Mia Skadhauge Stevn frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun. Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa haldið leitinni að Miu Skadhauge Stevn áfram í dag og var meðal annars leitað við sorpvinnslustöð skammt frá Álaborg í morgun. Leitin hefur þó enn engan árangur borið. Mennirnir tveir voru handteknir í Østervrå annars vegar og Flauenskjold hins vegar, klukkan 11 að staðartíma í gær. Báðir staðir eru norður af Álaborg á Jótlandi. Á öðrum staðnum var hald lagt á dökkmálaðan bíl sem svipaði til þess bíls sem sést á öryggismyndavélum og konan steig upp í eftir um tíu sekúndna spjall við ökumann eða farþega. Mennirnir voru handteknir í gær vegna gruns um að hafa banað konunni, líkt og sagði í tilkynningu lögreglu. Vitað er að konan hafði verið að skemmta sér á skemmtistaðagötunni Jomfru Ane Gade, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn.
Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. 9. febrúar 2022 13:06 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. 9. febrúar 2022 13:06
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila