Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,8% verðbólgu í febrúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 18:36 Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1 prósenta hækkun á verðbólgu í febrúar. Vísir/Hanna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hækku úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent í febrúar. Hækkun á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði vegur hvað þyngst til hækkunar verðlags í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Er þar vísað til febrúarmælingu vísitölu neysluverðs Hagstofunnar sem birt verður 25. febrúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala hækki um 0,8 prósent milli mánaða. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent en deildin spáir því þó að verðbólga án húsnæðis haldist í 3,7 prósentum eins og í janúar. Deildin segir árstíðabundna hækkun á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar vega þyngst til hækkunar verðlags í þessum mánuði. Þessar vörur hækki almennt töluvert í verði í febrúar eftir lækkun í janúarmánuði. „Að þessu sinni teljum við að samanlögð áhrif þessara tveggja liða til hækkunar verðlags verði 0,4% af samtals 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs,“ segir í tilkynningunni. Næststærsti áhrifaþátturinn að mati hagfræðideildarinnar á verðlagið í spánni sé hækkun á dælueldsneyti, sem hækkað hefur í verði á heimsmarkaði, en samkvæmt verðmælingu bankans hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 3,7 prósent í febrúar. Segir í tilkynningunni að áhrif þess á hækkun verðlags séu 0,12 prósent. Þá eru áhrif fasteignaverðs sömuleiðis töluverð, eða um 0,11 prósent og er gert ráð fyrir að fasteignaverð hækki um 0,8 prósent í febrúar, sem er nokkuð minni hækkun en undanfarna mánuði. Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Er þar vísað til febrúarmælingu vísitölu neysluverðs Hagstofunnar sem birt verður 25. febrúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala hækki um 0,8 prósent milli mánaða. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent en deildin spáir því þó að verðbólga án húsnæðis haldist í 3,7 prósentum eins og í janúar. Deildin segir árstíðabundna hækkun á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar vega þyngst til hækkunar verðlags í þessum mánuði. Þessar vörur hækki almennt töluvert í verði í febrúar eftir lækkun í janúarmánuði. „Að þessu sinni teljum við að samanlögð áhrif þessara tveggja liða til hækkunar verðlags verði 0,4% af samtals 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs,“ segir í tilkynningunni. Næststærsti áhrifaþátturinn að mati hagfræðideildarinnar á verðlagið í spánni sé hækkun á dælueldsneyti, sem hækkað hefur í verði á heimsmarkaði, en samkvæmt verðmælingu bankans hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 3,7 prósent í febrúar. Segir í tilkynningunni að áhrif þess á hækkun verðlags séu 0,12 prósent. Þá eru áhrif fasteignaverðs sömuleiðis töluverð, eða um 0,11 prósent og er gert ráð fyrir að fasteignaverð hækki um 0,8 prósent í febrúar, sem er nokkuð minni hækkun en undanfarna mánuði.
Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31