Þætti vænt um ef bankarnir kæmu með tillögu um hvernig létta á undir heimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 10. febrúar 2022 21:37 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra talar fyrir því að bankarnir leggi sitt á vogarskálarnar til að létta undir heimilunum sem horfa fram á erfiða stöðu vegna vaxtahækkana. Vísir/Vilhelm Stóru viðskiptabankarnir þrír skila allir methagnaði á síðasta ári enda höfðu stjórnvöld gert rekstrarumhverfi þeirra hagstætt í faraldrinum. Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja. Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja.
Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57
Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21