Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Snorri Másson skrifar 11. febrúar 2022 20:27 Viðbragðsaðilar hafa verið með mikla viðveru við Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, þar sem vélin fannst. Aðgerðum til að ná henni upp hefur verið frestað. Vísir/Vilhelm Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Upp úr hádegi í dag hófu viðbragðsaðilar að pakka saman eftir erfiða viku við Þingvallavatn, þar sem flugvél með fjórum farþegum fórst þarsíðasta fimmtudag. Í gær tókst með hjálp róbota að koma líkum hinna látnu í land og í dag stóð til að gera úrslitatilraun við að sækja brakið líka. Afráðið var að fresta því vegna aðstæðna. „Það var kominn fjögurra fimm sentímetra þykkur ís yfir flugvélinni í morgun. Við þær kringumstæður er ekkert hægt að senda kafara niður og við höfum ekki aðra möguleika,“ sagði Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. „Í rauninni er veðurglugginn bara búinn að lokast á okkur hérna núna. Við náðum því í gær sem skipti okkur mestu máli, sem var að endurheimta manneskjurnar. Núna verðum við bara að bíða eftir betra veðri. Í svona aðgerðum tökum við enga sénsa á að leggja mannslíf í hættu við að endurheimta vélina,“ sagði Jónas Þorvaldsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar. „Við mátum það bara þannig að hættan af því að valda tjóni á gögnum og munum og jafnvel mengunartjóni við þær aðstæður sem eru í dag væri meiri en hættan á að eitthvað skemmdist við það að bíða eftir betra færi,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Til að sækja hina látnu var notaður fjarstýrður smákafbátur sem síðast var nýttur þegar fóðurprammi sökk fyrir austan fyrr á árinu og hefur meðal annars verið sendur í eftirlit í El Grillo í Seyðisfirði. Þegar og ef þiðnar í vatninu á næstu vikum þarf enn að senda brakið til útlanda í rannsókn þar - samkvæmt Oddi Árnasyni eru því að líkindum mánuðir þar til rannsókn lýkur og mynd fæst á það hvað leiddi til flugslyssins 3. febrúar. Tjöldum hefur verið komið upp á svæðinu, þar sem björgunarfólk getur hvílst og nært sig.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur komið að aðgerðum við vatnið frá því að vélin fannst.Vísir/Vilhelm Frostið hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.Vísir/Vilhelm Aðstæður á vatninu hafa verið krefjandi.Vísir/Vilhelm
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira