Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 00:02 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. Þá falla fjöldatakmarkanir í verslunum á brott, auk þess sem heimilt verður að halda þúsund manna sitjandi viðburði, að því tilskildu að allir noti grímu. Þá er heimilt að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Sund- og líkamsræktarstöðvar mega þá taka á móti gestum með fullum afköstum og opnunartími staða með vínveitingaleyfi lengist um eina klukkustund, þannig að heimilt verður að taka á móti gestum til miðnættis og þjóna til borðs til klukkan eitt, en eftir það þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn. Menntskælingar geta gert sér glaðan dag Þær breytingar sem vakið hafa hvað mesta gleði í samfélaginu eru eflaust þær sem hafa með skólastarf og annað tengt grunn- og framhaldsskólum. Með reglugerðinni er fyrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi felld brott, og gilda því almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með takmörkunum til rýmkunar. Þá verður heimilt að halda skólaskemmtanir á vegum grunn- og framhaldsskóla án nokkurra takmarkana. Sóttkví heyrir sögunni til Í gær, föstudag, tók þá gildi reglugerð sem fól í sér afnám sóttkvíar vegna smita innanlands. Þannig losnuðu um tíu þúsund manns úr sóttkví í dag, og þurftu ekki að mæta í sýnatöku til þess að losna úr sóttkví. Breytingin hefur það í för með sér að þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki skylt að sæta sóttkví, þó áfram sé hvatt til hennar. Reglur um einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna haldast hins vegar óbreyttar. Hér má nálgast tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem farið er í saumana á breytingunum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þá falla fjöldatakmarkanir í verslunum á brott, auk þess sem heimilt verður að halda þúsund manna sitjandi viðburði, að því tilskildu að allir noti grímu. Þá er heimilt að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Sund- og líkamsræktarstöðvar mega þá taka á móti gestum með fullum afköstum og opnunartími staða með vínveitingaleyfi lengist um eina klukkustund, þannig að heimilt verður að taka á móti gestum til miðnættis og þjóna til borðs til klukkan eitt, en eftir það þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn. Menntskælingar geta gert sér glaðan dag Þær breytingar sem vakið hafa hvað mesta gleði í samfélaginu eru eflaust þær sem hafa með skólastarf og annað tengt grunn- og framhaldsskólum. Með reglugerðinni er fyrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi felld brott, og gilda því almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með takmörkunum til rýmkunar. Þá verður heimilt að halda skólaskemmtanir á vegum grunn- og framhaldsskóla án nokkurra takmarkana. Sóttkví heyrir sögunni til Í gær, föstudag, tók þá gildi reglugerð sem fól í sér afnám sóttkvíar vegna smita innanlands. Þannig losnuðu um tíu þúsund manns úr sóttkví í dag, og þurftu ekki að mæta í sýnatöku til þess að losna úr sóttkví. Breytingin hefur það í för með sér að þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki skylt að sæta sóttkví, þó áfram sé hvatt til hennar. Reglur um einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna haldast hins vegar óbreyttar. Hér má nálgast tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem farið er í saumana á breytingunum.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira