„Okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður“ Snorri Másson skrifar 12. febrúar 2022 19:19 Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar. Vísir Varaformaður kjörstjórnar hjá Samfylkingunni harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr. Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12