Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Jón Kaldal segir kröfurnar til laxeldisfyrirtækja á Íslandi allt of litlar. vísir/vilhelm Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði. Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Alls eru um 10 þúsund tonn af laxi í þessum sjókvíum Arctic Fish og afföllin því í kring um 20 prósent. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag. Í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu segir að laxadauðinn í byrjun árs eigi sér eðlilegar og náttúrulegar skýringar. Í vetrarveðrinu verður sjórinn kaldur, sem er mjög slæmt fyrir laxinn. Kaldur sjór verður alltaf vandamál við Ísland Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir ljóst að of kaldur sjór verði alltaf reglulegt vandamál við strendur Íslands. „Það hefur verið álitamál hvort það sé hægt að stunda sjókvíaeldi með viðunandi hætti á Vestfjörðum út af sjávarkulda,“ segir Jón. Síðustu ár hafi hitastig sjávarins þó verið þokkalega hliðhollur fiskeldinu en í vetrarlægðum sem þessum verði alltaf mikill laxadauði. Afföllin miklu meiri en í Noregi Jón segir afföllin á Íslandi allt of mikil; þau hafi verið um 18% á öllu landinu í fyrra. „Við skulum átta okkur á því að í Noregi er þetta hlutfall í kring um 12 prósent og þykir algjörlega óásættanlegt í Noregi. Það er með ólíkindum að stjórnmálafólk hafi ekki vaknað og sé að beita sér fyrir því að þessi iðnaður lagi sín mál,“ segir Jón. Hann grunar þó að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi náð miklum tökum á íslenskum stjórnmálum. „Þessi iðnaður er búinn að vefa sig inn í stjórnmálalífið hér við land með mjög lævíslegum hætti. Formaður bæjarráðs á Ísafirði er starfsmaður sjókvíaeldisfyrirtækis, formaður bæjarráðs í Bolungarvík er starfsmaður sjókvíaeldis og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,“ segir Jón. Arctic Fish vildi ekki veita viðtal um afföllin í Dýrafirði.
Fiskeldi Fiskur Lax Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira