Ingi býður sig ekki aftur fram og er ósáttur við gagnrýnina sem stjórn KSÍ fékk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 16:33 Þann 26. febrúar kemur í ljós hverjir munu sitja í stjórn KSÍ næstu tvö árin. vísir/vilhelm Ingi Sigurðsson gefur ekki áfram kost á sér í stjórn KSÍ. Ástæða ákvörðunar hans er atburðarrásin síðsumars í fyrra sem leiddi til þess að stjórn sambandsins sagði af sér. Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson KSÍ Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
KSÍ Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira