Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort víkja ætti þeim sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot úr stjórnunarstörfum eða stjórnum fyrirtækja og félaga.
Nokkur munur var á afstöðu kynjanna en 86 prósent kvenna sögðust vera hlynnt því að einstaklingar sakaðir um kynferðisbrot væru látnir víkja en 65 prósent karla.
Tekjur svarenda virtust ekki hafa mikil áhrif né heldur búseta.