Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 07:47 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að aðgerðirnar nú séu til komnar til að hægt sé að tryggja öryggi Kanadamanna og sömuleiðis störf. AP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. Trudeau segir aðgerðirnar tímabundnar, réttmætar og eðlilegar undir þessum kringumstæðum. Aðgerðirnar fela ekki í sér að herinn verði kallaður út til að hafa hemil á mótmælendum, en enn hafast mörg hundruð mótmælendur við í höfuðborginni Ottawa og trufla þar umferð og fleira. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk. Lögreglumenn létu fjarlægja mótmælendur af Ambassador-brúnni í borginni Windsor síðastliðinn sunnudag, en þeir höfðu í heila viku stöðvað alla umferð þar sem tengir hina kanadísku Windsor og bandarísku borgina Detroit og er því mikilvæg viðskiptaæð. Trudeau segir að aðgerðirnar nú séu til komnar til að hægt sé að tryggja öryggi Kanadamanna og sömuleiðis störf. Þá sagði hann að lögregla myndi fá frekari heimildir til að hreppa mótmælendur í gæsluvarðhald eða sekta þá til að hægt sé að verja nauðsynlega innviði. Hinar auknu heimildir yfirvalda væru tímabundnar og mjög vel skilgreindar. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Trudeau segir aðgerðirnar tímabundnar, réttmætar og eðlilegar undir þessum kringumstæðum. Aðgerðirnar fela ekki í sér að herinn verði kallaður út til að hafa hemil á mótmælendum, en enn hafast mörg hundruð mótmælendur við í höfuðborginni Ottawa og trufla þar umferð og fleira. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk. Lögreglumenn létu fjarlægja mótmælendur af Ambassador-brúnni í borginni Windsor síðastliðinn sunnudag, en þeir höfðu í heila viku stöðvað alla umferð þar sem tengir hina kanadísku Windsor og bandarísku borgina Detroit og er því mikilvæg viðskiptaæð. Trudeau segir að aðgerðirnar nú séu til komnar til að hægt sé að tryggja öryggi Kanadamanna og sömuleiðis störf. Þá sagði hann að lögregla myndi fá frekari heimildir til að hreppa mótmælendur í gæsluvarðhald eða sekta þá til að hægt sé að verja nauðsynlega innviði. Hinar auknu heimildir yfirvalda væru tímabundnar og mjög vel skilgreindar.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48
Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02