Nýi Mourinho trúir á kraftaverk og ætlar að gera City grikk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 12:31 Rúben Amorim er einn mest spennandi þjálfarinn í bransanum. getty/Jose Manuel Alvarez Fæstir búast við því að Portúgalsmeistarar Sporting eigi mikla möguleika gegn Englandsmeisturum Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. En Sporting hefur sýnt að liðinu eru allir vegir færir undir stjórn eins efnilegasta þjálfara Evrópu. Síðan José Mourinho skaust fram á sjónarsviðið skömmu eftir aldarmót hafa fjölmargir portúgalskir þjálfarar gert það gott í Evrópuboltanum. Og sá síðasti til að koma af portúgalska þjálfarafæribandinu er Rúben Amorim. Margir ráku upp stór augu þegar Sporting greiddi Braga tíu milljónir evra fyrir Amorim í byrjun mars 2020. Sporting-goðsögnin Luis Figo sagði meðal annars að þetta væri brjálæði. Amorim var þá 35 ára og hafði stýrt Braga í tvo mánuði og aðeins í níu deildarleikjum. Hann er þriðji dýrasti þjálfari heims á eftir landa sínum, André Villas Boas, og Brendan Rodgers. En nú, tveimur árum seinna, er óhætt að segja að fjárfesting Sporting hafi borgað sig. Langþráður titill Á síðasta tímabili varð Sporting portúgalskur meistari í fyrsta sinn í nítján ár og vann einnig deildabikarinn. Sporting lék meðal annars 32 leiki án taps sem er met í Portúgal. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel í portúgölsku deildinni, Sporting er sex stigum á eftir toppliði Benfica, en er búið að vinna deildabikarinn og er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir City, silfurliði keppninnar á síðasta tímabili. Sporting hefur unnið fjóra titla undir stjórn Amorims.getty/Carlos Rodrigues Fæstir búast við miklu af Sporting enda þykir City líklegast til að vinna Meistaradeildina af þeim liðum sem eru eftir í keppninni. En Sporting-menn eru hvergi bangnir undir stjórn Amorim. Hann var fínasti leikmaður, varð þrisvar sinnum portúgalskur meistari með Benfica og lék fjórtán landsleiki, en er á góðri leið með að verða afburða þjálfari. Hann er góður en hefur allt að bera til að komast í allra fremstu röð. Sporting er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2008-09. Þá fór ekki vel því liðið tapaði 12-1 samanlagt fyrir Bayern München. En Amorim og félagar ætla að gera betur að þessu sinni. „Ég trúi því að við getum komist áfram. Við verðum að trúa því. Leikmennirnir hafa komið mér á óvart áður og gert kraftaverk. Þess vegna er þetta möguleiki,“ sagði Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn City í kvöld. Mætir besta þjálfara heims Þar reynir Guardiola sig gegn Pep Guardiola sem hann metur mikils. „Guardiola er besti þjálfari í heimi og City er það lið sem er komið lengst hvað tækni og taktík verða. Ég er grunnskólakennari en hann á æðra menntunarstigi,“ sagði Amorim. Guardiola er sjálfur mjög hrifinn af Amorim. „Ég ætti kannski að fá ráð frá honum. Ferilinn hans er á réttri leið,“ sagði Spánverjinn. Amorim fagnar portúgalska meistaratitlinum.getty/Gualter Fatia Eins og aðrir ungir portúgalskir þjálfarar hefur Amorim verið líkt við Mourinho. Og hann hefur ekkert farið leynt með aðdáun sína á manninum sem ruddi brautina fyrir portúgalska þjálfara. Amorim á samt lítið sameiginlegt með þeim þjálfara sem Mourinho er í dag en minnir miklu fremur á þann sérstaka þegar hann stýrði Porto og kom sér á kortið sem besti ungi þjálfarinn í bransanum. Afar ólíklegt verður að teljast að Amorim nái sama árangri og Mourinho, sem vann tvo Evróputitla með Porto, en hann þykir líklegur til að fara sömu leið og hann, í ensku úrvalsdeildina. Amirom hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United sem Mourinho stýrði á árunum 2016-18. Hvað svo sem verður er ljóst að Amorim er á hraðri leið upp metorðastigann og mun fara upp nokkrar tröppur ef honum tekst að gera Guardiola og City-mönnum grikk í Meistaradeildinni. Leikur Sporting og Manchester City hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Síðan José Mourinho skaust fram á sjónarsviðið skömmu eftir aldarmót hafa fjölmargir portúgalskir þjálfarar gert það gott í Evrópuboltanum. Og sá síðasti til að koma af portúgalska þjálfarafæribandinu er Rúben Amorim. Margir ráku upp stór augu þegar Sporting greiddi Braga tíu milljónir evra fyrir Amorim í byrjun mars 2020. Sporting-goðsögnin Luis Figo sagði meðal annars að þetta væri brjálæði. Amorim var þá 35 ára og hafði stýrt Braga í tvo mánuði og aðeins í níu deildarleikjum. Hann er þriðji dýrasti þjálfari heims á eftir landa sínum, André Villas Boas, og Brendan Rodgers. En nú, tveimur árum seinna, er óhætt að segja að fjárfesting Sporting hafi borgað sig. Langþráður titill Á síðasta tímabili varð Sporting portúgalskur meistari í fyrsta sinn í nítján ár og vann einnig deildabikarinn. Sporting lék meðal annars 32 leiki án taps sem er met í Portúgal. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel í portúgölsku deildinni, Sporting er sex stigum á eftir toppliði Benfica, en er búið að vinna deildabikarinn og er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir City, silfurliði keppninnar á síðasta tímabili. Sporting hefur unnið fjóra titla undir stjórn Amorims.getty/Carlos Rodrigues Fæstir búast við miklu af Sporting enda þykir City líklegast til að vinna Meistaradeildina af þeim liðum sem eru eftir í keppninni. En Sporting-menn eru hvergi bangnir undir stjórn Amorim. Hann var fínasti leikmaður, varð þrisvar sinnum portúgalskur meistari með Benfica og lék fjórtán landsleiki, en er á góðri leið með að verða afburða þjálfari. Hann er góður en hefur allt að bera til að komast í allra fremstu röð. Sporting er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2008-09. Þá fór ekki vel því liðið tapaði 12-1 samanlagt fyrir Bayern München. En Amorim og félagar ætla að gera betur að þessu sinni. „Ég trúi því að við getum komist áfram. Við verðum að trúa því. Leikmennirnir hafa komið mér á óvart áður og gert kraftaverk. Þess vegna er þetta möguleiki,“ sagði Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn City í kvöld. Mætir besta þjálfara heims Þar reynir Guardiola sig gegn Pep Guardiola sem hann metur mikils. „Guardiola er besti þjálfari í heimi og City er það lið sem er komið lengst hvað tækni og taktík verða. Ég er grunnskólakennari en hann á æðra menntunarstigi,“ sagði Amorim. Guardiola er sjálfur mjög hrifinn af Amorim. „Ég ætti kannski að fá ráð frá honum. Ferilinn hans er á réttri leið,“ sagði Spánverjinn. Amorim fagnar portúgalska meistaratitlinum.getty/Gualter Fatia Eins og aðrir ungir portúgalskir þjálfarar hefur Amorim verið líkt við Mourinho. Og hann hefur ekkert farið leynt með aðdáun sína á manninum sem ruddi brautina fyrir portúgalska þjálfara. Amorim á samt lítið sameiginlegt með þeim þjálfara sem Mourinho er í dag en minnir miklu fremur á þann sérstaka þegar hann stýrði Porto og kom sér á kortið sem besti ungi þjálfarinn í bransanum. Afar ólíklegt verður að teljast að Amorim nái sama árangri og Mourinho, sem vann tvo Evróputitla með Porto, en hann þykir líklegur til að fara sömu leið og hann, í ensku úrvalsdeildina. Amirom hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United sem Mourinho stýrði á árunum 2016-18. Hvað svo sem verður er ljóst að Amorim er á hraðri leið upp metorðastigann og mun fara upp nokkrar tröppur ef honum tekst að gera Guardiola og City-mönnum grikk í Meistaradeildinni. Leikur Sporting og Manchester City hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn