Nýi Mourinho trúir á kraftaverk og ætlar að gera City grikk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 12:31 Rúben Amorim er einn mest spennandi þjálfarinn í bransanum. getty/Jose Manuel Alvarez Fæstir búast við því að Portúgalsmeistarar Sporting eigi mikla möguleika gegn Englandsmeisturum Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. En Sporting hefur sýnt að liðinu eru allir vegir færir undir stjórn eins efnilegasta þjálfara Evrópu. Síðan José Mourinho skaust fram á sjónarsviðið skömmu eftir aldarmót hafa fjölmargir portúgalskir þjálfarar gert það gott í Evrópuboltanum. Og sá síðasti til að koma af portúgalska þjálfarafæribandinu er Rúben Amorim. Margir ráku upp stór augu þegar Sporting greiddi Braga tíu milljónir evra fyrir Amorim í byrjun mars 2020. Sporting-goðsögnin Luis Figo sagði meðal annars að þetta væri brjálæði. Amorim var þá 35 ára og hafði stýrt Braga í tvo mánuði og aðeins í níu deildarleikjum. Hann er þriðji dýrasti þjálfari heims á eftir landa sínum, André Villas Boas, og Brendan Rodgers. En nú, tveimur árum seinna, er óhætt að segja að fjárfesting Sporting hafi borgað sig. Langþráður titill Á síðasta tímabili varð Sporting portúgalskur meistari í fyrsta sinn í nítján ár og vann einnig deildabikarinn. Sporting lék meðal annars 32 leiki án taps sem er met í Portúgal. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel í portúgölsku deildinni, Sporting er sex stigum á eftir toppliði Benfica, en er búið að vinna deildabikarinn og er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir City, silfurliði keppninnar á síðasta tímabili. Sporting hefur unnið fjóra titla undir stjórn Amorims.getty/Carlos Rodrigues Fæstir búast við miklu af Sporting enda þykir City líklegast til að vinna Meistaradeildina af þeim liðum sem eru eftir í keppninni. En Sporting-menn eru hvergi bangnir undir stjórn Amorim. Hann var fínasti leikmaður, varð þrisvar sinnum portúgalskur meistari með Benfica og lék fjórtán landsleiki, en er á góðri leið með að verða afburða þjálfari. Hann er góður en hefur allt að bera til að komast í allra fremstu röð. Sporting er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2008-09. Þá fór ekki vel því liðið tapaði 12-1 samanlagt fyrir Bayern München. En Amorim og félagar ætla að gera betur að þessu sinni. „Ég trúi því að við getum komist áfram. Við verðum að trúa því. Leikmennirnir hafa komið mér á óvart áður og gert kraftaverk. Þess vegna er þetta möguleiki,“ sagði Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn City í kvöld. Mætir besta þjálfara heims Þar reynir Guardiola sig gegn Pep Guardiola sem hann metur mikils. „Guardiola er besti þjálfari í heimi og City er það lið sem er komið lengst hvað tækni og taktík verða. Ég er grunnskólakennari en hann á æðra menntunarstigi,“ sagði Amorim. Guardiola er sjálfur mjög hrifinn af Amorim. „Ég ætti kannski að fá ráð frá honum. Ferilinn hans er á réttri leið,“ sagði Spánverjinn. Amorim fagnar portúgalska meistaratitlinum.getty/Gualter Fatia Eins og aðrir ungir portúgalskir þjálfarar hefur Amorim verið líkt við Mourinho. Og hann hefur ekkert farið leynt með aðdáun sína á manninum sem ruddi brautina fyrir portúgalska þjálfara. Amorim á samt lítið sameiginlegt með þeim þjálfara sem Mourinho er í dag en minnir miklu fremur á þann sérstaka þegar hann stýrði Porto og kom sér á kortið sem besti ungi þjálfarinn í bransanum. Afar ólíklegt verður að teljast að Amorim nái sama árangri og Mourinho, sem vann tvo Evróputitla með Porto, en hann þykir líklegur til að fara sömu leið og hann, í ensku úrvalsdeildina. Amirom hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United sem Mourinho stýrði á árunum 2016-18. Hvað svo sem verður er ljóst að Amorim er á hraðri leið upp metorðastigann og mun fara upp nokkrar tröppur ef honum tekst að gera Guardiola og City-mönnum grikk í Meistaradeildinni. Leikur Sporting og Manchester City hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Síðan José Mourinho skaust fram á sjónarsviðið skömmu eftir aldarmót hafa fjölmargir portúgalskir þjálfarar gert það gott í Evrópuboltanum. Og sá síðasti til að koma af portúgalska þjálfarafæribandinu er Rúben Amorim. Margir ráku upp stór augu þegar Sporting greiddi Braga tíu milljónir evra fyrir Amorim í byrjun mars 2020. Sporting-goðsögnin Luis Figo sagði meðal annars að þetta væri brjálæði. Amorim var þá 35 ára og hafði stýrt Braga í tvo mánuði og aðeins í níu deildarleikjum. Hann er þriðji dýrasti þjálfari heims á eftir landa sínum, André Villas Boas, og Brendan Rodgers. En nú, tveimur árum seinna, er óhætt að segja að fjárfesting Sporting hafi borgað sig. Langþráður titill Á síðasta tímabili varð Sporting portúgalskur meistari í fyrsta sinn í nítján ár og vann einnig deildabikarinn. Sporting lék meðal annars 32 leiki án taps sem er met í Portúgal. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel í portúgölsku deildinni, Sporting er sex stigum á eftir toppliði Benfica, en er búið að vinna deildabikarinn og er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir City, silfurliði keppninnar á síðasta tímabili. Sporting hefur unnið fjóra titla undir stjórn Amorims.getty/Carlos Rodrigues Fæstir búast við miklu af Sporting enda þykir City líklegast til að vinna Meistaradeildina af þeim liðum sem eru eftir í keppninni. En Sporting-menn eru hvergi bangnir undir stjórn Amorim. Hann var fínasti leikmaður, varð þrisvar sinnum portúgalskur meistari með Benfica og lék fjórtán landsleiki, en er á góðri leið með að verða afburða þjálfari. Hann er góður en hefur allt að bera til að komast í allra fremstu röð. Sporting er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2008-09. Þá fór ekki vel því liðið tapaði 12-1 samanlagt fyrir Bayern München. En Amorim og félagar ætla að gera betur að þessu sinni. „Ég trúi því að við getum komist áfram. Við verðum að trúa því. Leikmennirnir hafa komið mér á óvart áður og gert kraftaverk. Þess vegna er þetta möguleiki,“ sagði Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn City í kvöld. Mætir besta þjálfara heims Þar reynir Guardiola sig gegn Pep Guardiola sem hann metur mikils. „Guardiola er besti þjálfari í heimi og City er það lið sem er komið lengst hvað tækni og taktík verða. Ég er grunnskólakennari en hann á æðra menntunarstigi,“ sagði Amorim. Guardiola er sjálfur mjög hrifinn af Amorim. „Ég ætti kannski að fá ráð frá honum. Ferilinn hans er á réttri leið,“ sagði Spánverjinn. Amorim fagnar portúgalska meistaratitlinum.getty/Gualter Fatia Eins og aðrir ungir portúgalskir þjálfarar hefur Amorim verið líkt við Mourinho. Og hann hefur ekkert farið leynt með aðdáun sína á manninum sem ruddi brautina fyrir portúgalska þjálfara. Amorim á samt lítið sameiginlegt með þeim þjálfara sem Mourinho er í dag en minnir miklu fremur á þann sérstaka þegar hann stýrði Porto og kom sér á kortið sem besti ungi þjálfarinn í bransanum. Afar ólíklegt verður að teljast að Amorim nái sama árangri og Mourinho, sem vann tvo Evróputitla með Porto, en hann þykir líklegur til að fara sömu leið og hann, í ensku úrvalsdeildina. Amirom hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United sem Mourinho stýrði á árunum 2016-18. Hvað svo sem verður er ljóst að Amorim er á hraðri leið upp metorðastigann og mun fara upp nokkrar tröppur ef honum tekst að gera Guardiola og City-mönnum grikk í Meistaradeildinni. Leikur Sporting og Manchester City hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira