Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2022 10:28 Ásgeir Jónsson hefur nú sent frá sér greinargerð um ásakanir Bergsveins Birgissonar en þar segir meðal annars að með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í opinberan farsa, framganga Bergsveins gegn sér hafi verið ósæmileg og óboðleg. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum. Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“ Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“
Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43