Nýr banki kominn með starfsleyfi hjá Seðlabankanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2022 18:32 Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur Indó. Aðsend Seðlabanki Íslands veitti í dag áskorendabankanum indó leyfi til að starfa sem sparisjóður. Indó tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sprotafyrirtækinu sem stefnir á að veita öllum landsmönnum aðgang að þjónustu sinni eftir nokkra mánuði, þegar búið verður að samþætta tölvukerfi við kerfisinnviði Seðlabankans. Fram að því verður þeim sem hafa skráð sig á póstlista fyrirtækisins boðið að prufukeyra appið. Til að byrja með hyggst indó eingöngu bjóða upp á debetkortareikning en með tímanum stendur til að bæta við vöruframboðið í samstarfi við þriðju aðila. Indó verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi og mun ekki halda úti einu einasta útibúi. Telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar Vísir ræddi við stofnendurna Tryggva Björn Davíðsson og Hauk Skúlason síðasta sumar sem telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar. Báðir hafa þeir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Þetta er búið að vera með eindæmum skemmtilegt og gefandi ferðalag undanfarin 3 ár og ef horft er til baka var það í raun galin hugmynd að láta sér detta í hug að stofan nýjan banka frá grunni. Ég að rifna úr stolti yfir teyminu sem hefur unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég bý við þau einstöku forréttindi að vinna með hópi fólks sem hvert um sig er í heimsklassa á sínu sviði, að öðrum kosti hefðum við aldrei komist þangað sem við erum komin í dag,“ segir Haukur, framkvæmdastjóri indó, í tilkynningu. Svokallaðir fjártæknibankar og áskorendabankar hafa sótt í sig veðrið í Evrópu á seinustu árum og veitt rótgrónum bönkum mikla samkeppni. Kannast margir Íslendingar við netbanka á borð við Monzo, Revolut og N26 sem hafa nú þegar opnað dyr sínar fyrir íslenskum viðskiptavinum. Nýsköpun Fjártækni Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18 Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sprotafyrirtækinu sem stefnir á að veita öllum landsmönnum aðgang að þjónustu sinni eftir nokkra mánuði, þegar búið verður að samþætta tölvukerfi við kerfisinnviði Seðlabankans. Fram að því verður þeim sem hafa skráð sig á póstlista fyrirtækisins boðið að prufukeyra appið. Til að byrja með hyggst indó eingöngu bjóða upp á debetkortareikning en með tímanum stendur til að bæta við vöruframboðið í samstarfi við þriðju aðila. Indó verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi og mun ekki halda úti einu einasta útibúi. Telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar Vísir ræddi við stofnendurna Tryggva Björn Davíðsson og Hauk Skúlason síðasta sumar sem telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar. Báðir hafa þeir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Þetta er búið að vera með eindæmum skemmtilegt og gefandi ferðalag undanfarin 3 ár og ef horft er til baka var það í raun galin hugmynd að láta sér detta í hug að stofan nýjan banka frá grunni. Ég að rifna úr stolti yfir teyminu sem hefur unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég bý við þau einstöku forréttindi að vinna með hópi fólks sem hvert um sig er í heimsklassa á sínu sviði, að öðrum kosti hefðum við aldrei komist þangað sem við erum komin í dag,“ segir Haukur, framkvæmdastjóri indó, í tilkynningu. Svokallaðir fjártæknibankar og áskorendabankar hafa sótt í sig veðrið í Evrópu á seinustu árum og veitt rótgrónum bönkum mikla samkeppni. Kannast margir Íslendingar við netbanka á borð við Monzo, Revolut og N26 sem hafa nú þegar opnað dyr sínar fyrir íslenskum viðskiptavinum.
Nýsköpun Fjártækni Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18 Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00
Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18
Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00