Þróttarar sem leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili hélt út gegn Íslandsmeisturunum framan af leik og enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks.
Víkingar tóku svo forystuna eftir tæplega klukkutíma leik með marki frá Nikolaj Hansen, og á 69. mínútu var breytti Axel Freyr Harðarson stöðunni í 2-0. Mínútu síðar skoraði Logi Tómasson þriðja markið, og hann tryggði svo liðinu 4-0 sigur með marki stuttu fyrir leikslok.
Þetta var fyrsti leikur Víkinga í Lengjubikarnum í ár, en liðið situr nú í öðru sæti riðilsins með þrjú stig. Þróttur hefur hins vegar leikið tvo leiki og tapað þeim báðum.