„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 10:00 Kamila Valieva fær að leika listir sínar á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi en Sha'Carri Richardson missti af leikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa greinst með kannabis. Getty Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. Hin 15 ára gamla Valieva frá Rússlandi vann sigur í liðakeppni á Vetrarólympíuleikunum í síðustu viku og er langt komin með að vinna sigur í einstaklingskeppninni eftir frammistöðu sína í gær. Valieva hefur fengið að keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á rússneska meistaramótinu í desember, en niðurstöður úr því prófi bárust ekki fyrr en eftir liðakeppnina í síðustu viku. Valieva greindist með árangursaukandi hjartalyf en hefur þó fengið að halda áfram keppni í Peking eftir að alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu um tímabundið bann, meðal annars á þeim forsendum að Valieva hefði ekki náð 16 ára aldri. Fékk ekki að keppa vegna kannabisneyslu Richardson furðar sig á þessu en hún féll á lyfjaprófi síðasta sumar, í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókyó, eftir að hafa unnið 100 metra hlaupið í bandarísku undankeppninni. Richardson greindist með kannabis en deilt hefur verið um hvort að kannabis geti talist árangursaukandi og hvort það eigi að vera á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins. „Getum við fengið almennilegt svar við muninum á hennar [Valievu] aðstæðum og mínum?“ skrifaði Richardson á Twitter á mánudaginn. Can we get a solid answer on the difference of her situation and mines? My mother died and I can t run and was also favored to place top 3. The only difference I see is I m a black young lady. https://t.co/JtUfmp3F8L— Sha Carri Richardson (@itskerrii) February 14, 2022 Hún benti á að líkt og Valieva hefði hún átt góðan möguleika á verðlaunum, og segist aðeins hafa neytt kannabiss þegar hún syrgði móður sína. „Móðir mín dó og ég gat ekki hlaupið, og ég var einnig talin líkleg til að lenda í efstu þremur sætum. Eini munurinn sem ég sé er að ég er ung, svört dama,“ skrifaði Richardson og bætti við: „Hún féll í desember en það er rétt núna sem að niðurstöðurnar eru birtar, en nafni mínu og hæfileikum var slátrað,“ skrifaði Richardson. IOC segir málin ólík Alþjóða ólympíunefndin, IOC, svaraði í dag og sagði mál Valievu og Richardson vera ólík. „Hvert mál er einstakt. Hún [Richardson] greindist jákvæð 19. júní [2021], þegar nokkuð var í að leikarnir í Tókýó hæfust,“ sagði Mark Adams, talsmaður alþjóða ólympíunefndarinnar, en leikarnir í Tókyó hófust 23. júlí. „Hennar niðurstaða kom nógu snemma til að USADA [bandaríska lyfjaeftirlitið] gæti brugðist við í tæka tíð fyrir leikanna. Richardson samþykkti eins mánaðar bann sem hófst 28. júní,“ sagði Adams og bætti við að hann teldi málin ekki mjög lík. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. 15. september 2021 11:31 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Sjá meira
Hin 15 ára gamla Valieva frá Rússlandi vann sigur í liðakeppni á Vetrarólympíuleikunum í síðustu viku og er langt komin með að vinna sigur í einstaklingskeppninni eftir frammistöðu sína í gær. Valieva hefur fengið að keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á rússneska meistaramótinu í desember, en niðurstöður úr því prófi bárust ekki fyrr en eftir liðakeppnina í síðustu viku. Valieva greindist með árangursaukandi hjartalyf en hefur þó fengið að halda áfram keppni í Peking eftir að alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu um tímabundið bann, meðal annars á þeim forsendum að Valieva hefði ekki náð 16 ára aldri. Fékk ekki að keppa vegna kannabisneyslu Richardson furðar sig á þessu en hún féll á lyfjaprófi síðasta sumar, í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókyó, eftir að hafa unnið 100 metra hlaupið í bandarísku undankeppninni. Richardson greindist með kannabis en deilt hefur verið um hvort að kannabis geti talist árangursaukandi og hvort það eigi að vera á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins. „Getum við fengið almennilegt svar við muninum á hennar [Valievu] aðstæðum og mínum?“ skrifaði Richardson á Twitter á mánudaginn. Can we get a solid answer on the difference of her situation and mines? My mother died and I can t run and was also favored to place top 3. The only difference I see is I m a black young lady. https://t.co/JtUfmp3F8L— Sha Carri Richardson (@itskerrii) February 14, 2022 Hún benti á að líkt og Valieva hefði hún átt góðan möguleika á verðlaunum, og segist aðeins hafa neytt kannabiss þegar hún syrgði móður sína. „Móðir mín dó og ég gat ekki hlaupið, og ég var einnig talin líkleg til að lenda í efstu þremur sætum. Eini munurinn sem ég sé er að ég er ung, svört dama,“ skrifaði Richardson og bætti við: „Hún féll í desember en það er rétt núna sem að niðurstöðurnar eru birtar, en nafni mínu og hæfileikum var slátrað,“ skrifaði Richardson. IOC segir málin ólík Alþjóða ólympíunefndin, IOC, svaraði í dag og sagði mál Valievu og Richardson vera ólík. „Hvert mál er einstakt. Hún [Richardson] greindist jákvæð 19. júní [2021], þegar nokkuð var í að leikarnir í Tókýó hæfust,“ sagði Mark Adams, talsmaður alþjóða ólympíunefndarinnar, en leikarnir í Tókyó hófust 23. júlí. „Hennar niðurstaða kom nógu snemma til að USADA [bandaríska lyfjaeftirlitið] gæti brugðist við í tæka tíð fyrir leikanna. Richardson samþykkti eins mánaðar bann sem hófst 28. júní,“ sagði Adams og bætti við að hann teldi málin ekki mjög lík.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. 15. september 2021 11:31 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Sjá meira
Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30
Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31
Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. 15. september 2021 11:31