Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 18:32 Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit. Egill Aðalsteinsson Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp. Vegagerðin hefur formlega boðið út vegagerð um Teigsskóg og á vegurinn að vera tilbúinn í október á næsta ári. Samkvæmt útboðsauglýsingu, sem birt var á vef Vegagerðarinnar í morgun, felst verkið í nýbyggingu nærri ellefu kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði, en þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja.Vegagerðin Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út þann 23. mars næstkomandi. Þessum verkáfanga skal svo að fullu lokið 15. október 2023. Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, gerir ráð fyrir að vinna geti hafist með vorinu, í apríl eða maí. En er ástæða til að ætla að mótmælendur muni freista þess að hindra vegagerðina, í ljósi þess að deilt hefur verið um málið í hartnær tuttugu ár? Býst verkefnisstjórinn við að einhverjir mæti á vinnusvæðið og hlekki sig við jarðýtur? „Ég vona ekki. Ég veit svo sem ekki hvað kemur til. En ég held nú ekki. Ég held að það sé búið að fara vel yfir þessi mál. Og við erum í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og vinnum með þeim í þessu verkefni og sveitarfélaginu líka,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar, og heyra má hér: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um útboðið: Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Reykhólahreppur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vegagerðin hefur formlega boðið út vegagerð um Teigsskóg og á vegurinn að vera tilbúinn í október á næsta ári. Samkvæmt útboðsauglýsingu, sem birt var á vef Vegagerðarinnar í morgun, felst verkið í nýbyggingu nærri ellefu kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði, en þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja.Vegagerðin Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út þann 23. mars næstkomandi. Þessum verkáfanga skal svo að fullu lokið 15. október 2023. Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, gerir ráð fyrir að vinna geti hafist með vorinu, í apríl eða maí. En er ástæða til að ætla að mótmælendur muni freista þess að hindra vegagerðina, í ljósi þess að deilt hefur verið um málið í hartnær tuttugu ár? Býst verkefnisstjórinn við að einhverjir mæti á vinnusvæðið og hlekki sig við jarðýtur? „Ég vona ekki. Ég veit svo sem ekki hvað kemur til. En ég held nú ekki. Ég held að það sé búið að fara vel yfir þessi mál. Og við erum í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og vinnum með þeim í þessu verkefni og sveitarfélaginu líka,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar, og heyra má hér: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um útboðið:
Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Reykhólahreppur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent