Stærsta rennibraut í heimi og öldulaug gætu orðið að veruleika í Laugardalslaug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 21:31 Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. sigurjón ólason Stærsta rennibraut í heimi, kaffihús og risa stökkpallur gætu verið meðal nýjunga í nýrri Laugardalslaug. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun um endurgerð Laugardalslaugar og segir forstöðumaðurinn að enginn hugmynd sé of stór. Framundan er endurgerð Laugardalslaugar sem þarfnast mikils viðhalds og að því tilefni stendur nú yfir hugmyndasöfnun um framtíð laugarinnar. Skoða allar hugmyndir „Fólki er frjálst að koma með sína hugmynd. Bestu hugmyndina að sjálfsögðu. Það verður kannski ekki keppni um bestu hugmyndina en við munum nýta allar hugmyndir,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Almenningur er hvattur til þess að taka þátt og er þá um að gera að leyfa sér að dreyma stórt. „Engin hugmynd er of stór af því að ég veit að borgin ætlar sér stórt. Hún er búin að bíða lengi eftir að fara í endurgerð á lauginni og hún er löngu komin á tíma á viðgerð og það þarf að gera mikið við hana.“ Hugmyndakassinn í afgreiðslu laugarinnar.sigurjón ólason Hann segir að borgin sé búin að áætla tvo og hálfan til þrjá milljarða í verkefnið en að viðbúið sé að sú tala muni hækka. 500 hugmyndir komnar á blað Nú þegar hafa borist fimm hundruð hugmyndir og eru þær meðal annars: Stökkpallar í átta til tíu metra hæð. Aðstaða til djúpköfunar og risa öldulaug. „Og svo eru margar út frá pælingum um stórar rennibrautir. Fá alvöru rennibraut fyrir krakka á öllum aldri því maður á aldrei að hætta að leika sér.“ Hægt er að senda hugmyndir fram til sjötta mars á Betri Reykjavík.is og í hugmyndabox í afgreiðslu Laugardalslaugar. En hvenær fáum við að sjá nýja Laugardalslaug? „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir ári siðan þá var talað um 2025-26 en eigum við ekki bara að segja árið 2028, svona skotið út í loftið.“ Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Framundan er endurgerð Laugardalslaugar sem þarfnast mikils viðhalds og að því tilefni stendur nú yfir hugmyndasöfnun um framtíð laugarinnar. Skoða allar hugmyndir „Fólki er frjálst að koma með sína hugmynd. Bestu hugmyndina að sjálfsögðu. Það verður kannski ekki keppni um bestu hugmyndina en við munum nýta allar hugmyndir,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Almenningur er hvattur til þess að taka þátt og er þá um að gera að leyfa sér að dreyma stórt. „Engin hugmynd er of stór af því að ég veit að borgin ætlar sér stórt. Hún er búin að bíða lengi eftir að fara í endurgerð á lauginni og hún er löngu komin á tíma á viðgerð og það þarf að gera mikið við hana.“ Hugmyndakassinn í afgreiðslu laugarinnar.sigurjón ólason Hann segir að borgin sé búin að áætla tvo og hálfan til þrjá milljarða í verkefnið en að viðbúið sé að sú tala muni hækka. 500 hugmyndir komnar á blað Nú þegar hafa borist fimm hundruð hugmyndir og eru þær meðal annars: Stökkpallar í átta til tíu metra hæð. Aðstaða til djúpköfunar og risa öldulaug. „Og svo eru margar út frá pælingum um stórar rennibrautir. Fá alvöru rennibraut fyrir krakka á öllum aldri því maður á aldrei að hætta að leika sér.“ Hægt er að senda hugmyndir fram til sjötta mars á Betri Reykjavík.is og í hugmyndabox í afgreiðslu Laugardalslaugar. En hvenær fáum við að sjá nýja Laugardalslaug? „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir ári siðan þá var talað um 2025-26 en eigum við ekki bara að segja árið 2028, svona skotið út í loftið.“
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira