Sváfu aftur á verðinum í Garðabænum: Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur án þess klukkan færi í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 10:01 Vilhjálmur Bjarnason (fyrir miðju) og félagar á ritaraborðinu í TM-höllinni sváfu á verðinum í gær. Myndin er þó ekki úr leiknum í gær. vísir/vilhelm Tímavörðunum í TM-höllinni í Garðabænum varð á í messunni þegar Stjarnan tók á móti KA í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta í gær. Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn. Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn.
Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00