Síðast á föstudag hækkuðu fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en þar kemur fram að vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækki um allt að 0,75 prósentustig og vextir á reikningum með föstum vöxtum hækku um allt að 0,6 prósentustig og vextir almennra veltureikninga hækki um 0,1 prósentustig.
Ákvörðun um vaxtahækkun hafi verið tekin í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 9. febrúar síðastliðnum en þá hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent. Vaxtabreytingar teki þá mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Ný vaxtatafla bankans tekur gildi í dag, fimmtudaginn 17. febrúar 2022. Breytingar á vöxtum á lánum sem falli undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.