Skilur að marga svíði vegna óréttlætis en kallar eftir hófsemi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 10:27 Páll Steingrímsson segir að fólk muni skilja með tímanum hvers vegna hann tjái sig ekki efnislega um málið. Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, tjáði Vísi í maí í fyrra að síma Páls hefði verið stolið af honum þar sem hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri í apríl í fyrra. Garðar fullyrti að Páll hefði verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsinu. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ sagði Garðar. Hann bætti við að ótímabært væri að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna. Brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn stöðu sakbornings í málinu og stendur til að yfirheyra þá vegna málsins. Eru þeir grunaðir um að hafa brotið brotið gegn ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur lítið viljað tjá sig um málið en sendi frá sér stutta yfirlýsingu á þriðjudag. Blaðamennirnir hafa sjálfir staðfest að þeir hafi stöðu sakbornings í málinu en ekki hefur komið fram hvort fleiri hafi stöðu sakbornings í málinu. Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið. Málið hefur verið til umfjöllunar undanfarna mánuði og hefur Páll Vilhjálmsson, bloggari á Moggablogginu, verið fyrirverðamikill í skrifum sínum um málið og hent fram ýmsum kenningum. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, tveir af blaðamönnunum sem bíða þess að verða yfirheyrðir, hafa svarað ýmsum kenningum máls í pistlum á eigin miðlum og viðtölum. Hefur Páll meðal annars fullyrt um að eitrað hafi verið fyrir skipstjóranum. Ekki hefur komið fram hver liggi þar undir grun. „Ertu í alvöru að spyrja hvort ég hafi eitrað fyrir Páli Steingrímssyni?“ sagði Aðalsteinn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið í nóvember. Aðalsteinn ákvað svo sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessar ásakanir horfa við sér í pistli sem hann birtir á Stundinni og kallar „Svar við ásökun um glæp“. Aðalsteinn segir það ekki glæp að segja fréttir jafnvel þó einhverjum líki illa við það. Og þá helgi tilgangurinn meðalið: „Líka að ljúga. Stimpla blaðamenn sem „geðveika“ og saka þá um að fremja glæpi, jafnvel banatilræði. Ég veit hreinlega ekki hvað er til ráða gagnvart svona samsæriskenningum. Meiðyrðamál mun líklega engu breyta. Svona svar kannski ekki heldur. Yfirleitt næ ég að hunsa svona málflutning, hvort sem hann birtist á Moggablogginu eða í kommentakerfinu, en þetta var sérstaklega ósvífið.“ Þórður Snær hafnaði þessu einnig sem yfirgengilegu og meiðandi rugli í pistli undir yfirskriftinni „Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar“. Hann sagði að staðhæfingar Páls ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hvorki hann néð aðrir starfsmenn Kjarnans hafi verið yfirheyrðir. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans. Þetta er hugarburður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaðamönnum sem komu að umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeildina“ og RÚV fyrir að hafa opinberað Namibíumál Samherja fyrir rúmum tveimur árum,“ sagði Þórður Snær. Biður fólk að gæta hófs í orðum í garð blaðamanna Páll segir í færslu sinni á Facebook, sem snertir ekki efnislega á málinu heldur er á persónulegum nótum, að síðustu dagar hafi verið sér og sínum mjög erfiðir enda hátt reitt til höggs og yfirlýsingar ekki sparaðar. „Ég bý hins vegar svo vel að eiga góða að og hefur stuðningur eigenda Samherja og starfsmanna fyrirtækisins verið mér ómetanlegur,“ segir Páll. „Ég er líka djúpt snortinn yfir stuðningi allra vina minna, kunningja og meira að segja ókunnugs fólks sem hefur haft fyrir því að senda mér falleg skilaboð og hringja í mig. Ég skil vel að marga svíði undan óréttlætinu en vil biðja fólk um að gæta hófs í orðum í garð þeirra fjölmiðlamanna sem nú hafa stöðu sakbornings í sakamálarannsókn lögreglunnar. Slík formleg staða er ekki ávísun á sekt heldur veitir sakborningum mikilvæg réttindi til að gæta hagsmuna sinna. Gleymum því ekki heldur að þessir aðilar eiga fjölskyldur, börn, maka, foreldra, systkini og vini sem sárnar umræðan skiljanlega.“ Orð geti sært. „Ég hef fulla trú á að lögreglan vinna að rannsókn þessa máls af heilindum og að hún muni leiða hið sanna í ljós. Vil ég því biðja ykkur um að sýna lögreglu biðlund en ég er þess fullviss að þið munið skilja þögn mína þegar sá tímapunktur kemur að upplýst verði opinberlega um málið. Þar sannast hið fornkveðna að bylur hæst í tómri tunnu,“ segir Páll. „Undanfarnir mánuðir hafa tekið mjög á mig og fjölskyldu mína en það hefur veitt mér styrk að finna stuðninginn frá ykkur. Er ég ykkur afar þakklátur og bið ykkur um að hafa orð mín í huga.“ Ráðherra tjáir sig um málið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur látið sig málið varða. Hann gagnrýndi í vikunni fréttaflutning um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Í langri færslu á Facebook-síðu sinni spurði hann hvernig það gæti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu og hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja svöruðu Bjarna í gær og hvöttu valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. „Lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu,“ sagði í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna. Margar hættur steðji að frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Blaða- og fréttamönnum hafi fækkað um tæpan helming á árunum 2018 til 2020. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að 45% íslenskra blaða- og fréttamanna hafi upplifað hótanir eða ógnanir í starfi á undanförnum fimm árum, 16% umsáturseinelti, og 15% verið lögsótt vegna starfa sinna. „Við þessar þröngu starfsaðstæður bætist nú sú ógn að lögregla boði blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings fyrir hegningarlagabrot, fyrir það eitt að stunda vinnu sína.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Skilaboð lögreglu séu skýr: Það sé ólöglegt að segja frá Einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu vegna fréttaflutnings um svokallaða skæruliðadeild Samherja furðar sig á háttsemi lögreglunnar og segir hana senda skýr skilaboð: Það sé glæpur að segja frá. 16. febrúar 2022 09:25 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, tjáði Vísi í maí í fyrra að síma Páls hefði verið stolið af honum þar sem hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri í apríl í fyrra. Garðar fullyrti að Páll hefði verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsinu. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ sagði Garðar. Hann bætti við að ótímabært væri að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna. Brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn stöðu sakbornings í málinu og stendur til að yfirheyra þá vegna málsins. Eru þeir grunaðir um að hafa brotið brotið gegn ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur lítið viljað tjá sig um málið en sendi frá sér stutta yfirlýsingu á þriðjudag. Blaðamennirnir hafa sjálfir staðfest að þeir hafi stöðu sakbornings í málinu en ekki hefur komið fram hvort fleiri hafi stöðu sakbornings í málinu. Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið. Málið hefur verið til umfjöllunar undanfarna mánuði og hefur Páll Vilhjálmsson, bloggari á Moggablogginu, verið fyrirverðamikill í skrifum sínum um málið og hent fram ýmsum kenningum. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, tveir af blaðamönnunum sem bíða þess að verða yfirheyrðir, hafa svarað ýmsum kenningum máls í pistlum á eigin miðlum og viðtölum. Hefur Páll meðal annars fullyrt um að eitrað hafi verið fyrir skipstjóranum. Ekki hefur komið fram hver liggi þar undir grun. „Ertu í alvöru að spyrja hvort ég hafi eitrað fyrir Páli Steingrímssyni?“ sagði Aðalsteinn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið í nóvember. Aðalsteinn ákvað svo sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessar ásakanir horfa við sér í pistli sem hann birtir á Stundinni og kallar „Svar við ásökun um glæp“. Aðalsteinn segir það ekki glæp að segja fréttir jafnvel þó einhverjum líki illa við það. Og þá helgi tilgangurinn meðalið: „Líka að ljúga. Stimpla blaðamenn sem „geðveika“ og saka þá um að fremja glæpi, jafnvel banatilræði. Ég veit hreinlega ekki hvað er til ráða gagnvart svona samsæriskenningum. Meiðyrðamál mun líklega engu breyta. Svona svar kannski ekki heldur. Yfirleitt næ ég að hunsa svona málflutning, hvort sem hann birtist á Moggablogginu eða í kommentakerfinu, en þetta var sérstaklega ósvífið.“ Þórður Snær hafnaði þessu einnig sem yfirgengilegu og meiðandi rugli í pistli undir yfirskriftinni „Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar“. Hann sagði að staðhæfingar Páls ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hvorki hann néð aðrir starfsmenn Kjarnans hafi verið yfirheyrðir. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans. Þetta er hugarburður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaðamönnum sem komu að umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeildina“ og RÚV fyrir að hafa opinberað Namibíumál Samherja fyrir rúmum tveimur árum,“ sagði Þórður Snær. Biður fólk að gæta hófs í orðum í garð blaðamanna Páll segir í færslu sinni á Facebook, sem snertir ekki efnislega á málinu heldur er á persónulegum nótum, að síðustu dagar hafi verið sér og sínum mjög erfiðir enda hátt reitt til höggs og yfirlýsingar ekki sparaðar. „Ég bý hins vegar svo vel að eiga góða að og hefur stuðningur eigenda Samherja og starfsmanna fyrirtækisins verið mér ómetanlegur,“ segir Páll. „Ég er líka djúpt snortinn yfir stuðningi allra vina minna, kunningja og meira að segja ókunnugs fólks sem hefur haft fyrir því að senda mér falleg skilaboð og hringja í mig. Ég skil vel að marga svíði undan óréttlætinu en vil biðja fólk um að gæta hófs í orðum í garð þeirra fjölmiðlamanna sem nú hafa stöðu sakbornings í sakamálarannsókn lögreglunnar. Slík formleg staða er ekki ávísun á sekt heldur veitir sakborningum mikilvæg réttindi til að gæta hagsmuna sinna. Gleymum því ekki heldur að þessir aðilar eiga fjölskyldur, börn, maka, foreldra, systkini og vini sem sárnar umræðan skiljanlega.“ Orð geti sært. „Ég hef fulla trú á að lögreglan vinna að rannsókn þessa máls af heilindum og að hún muni leiða hið sanna í ljós. Vil ég því biðja ykkur um að sýna lögreglu biðlund en ég er þess fullviss að þið munið skilja þögn mína þegar sá tímapunktur kemur að upplýst verði opinberlega um málið. Þar sannast hið fornkveðna að bylur hæst í tómri tunnu,“ segir Páll. „Undanfarnir mánuðir hafa tekið mjög á mig og fjölskyldu mína en það hefur veitt mér styrk að finna stuðninginn frá ykkur. Er ég ykkur afar þakklátur og bið ykkur um að hafa orð mín í huga.“ Ráðherra tjáir sig um málið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur látið sig málið varða. Hann gagnrýndi í vikunni fréttaflutning um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Í langri færslu á Facebook-síðu sinni spurði hann hvernig það gæti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu og hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja svöruðu Bjarna í gær og hvöttu valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. „Lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu,“ sagði í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna. Margar hættur steðji að frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Blaða- og fréttamönnum hafi fækkað um tæpan helming á árunum 2018 til 2020. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að 45% íslenskra blaða- og fréttamanna hafi upplifað hótanir eða ógnanir í starfi á undanförnum fimm árum, 16% umsáturseinelti, og 15% verið lögsótt vegna starfa sinna. „Við þessar þröngu starfsaðstæður bætist nú sú ógn að lögregla boði blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings fyrir hegningarlagabrot, fyrir það eitt að stunda vinnu sína.“
Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Skilaboð lögreglu séu skýr: Það sé ólöglegt að segja frá Einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu vegna fréttaflutnings um svokallaða skæruliðadeild Samherja furðar sig á háttsemi lögreglunnar og segir hana senda skýr skilaboð: Það sé glæpur að segja frá. 16. febrúar 2022 09:25 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31
Skilaboð lögreglu séu skýr: Það sé ólöglegt að segja frá Einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu vegna fréttaflutnings um svokallaða skæruliðadeild Samherja furðar sig á háttsemi lögreglunnar og segir hana senda skýr skilaboð: Það sé glæpur að segja frá. 16. febrúar 2022 09:25
Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31