Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 16:06 Sigurður Kristján Grímlaugsson tjáði fréttastofu í gær að atvikið hefði verið gríðarlega óþægilegt. Vísir/Vilhelm/Aðsend Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn. Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn.
Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43
Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11
Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54