Kristrún ferðast um landið og útilokar ekki formannsframboð Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2022 21:00 Kristrún segir húsnæðismálin ekki síður úrlausnarefni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Uppgangur í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum hafi til dæmis skapað húsnæðisskort á svæðinu. FB síða Kristrúnar Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík er á ferð um landið til að kynna sig og kanna þau málefni sem efst eru á baugi. Hún útilokar ekki framboð til formanns en segir það ekki ástæðu ferða hennar. Það er ekki algengt að þingmenn Reykjavíkur auglýsi fundaferð um landið eins og Kristrún Frostadóttir gerir nú fjórum mánuðum eftir kosningar undir slagorðinu Samræða um framtíðina. Hún var kjörin í fyrsta skipti á Alþingi fyrir Reykjavík suður í síðustu kosningum og telja margir að hún sé framtíðar formannsefni. „Mér finnst það frekar merkilegt að maður þurfi að vera á leiðinni í formannsframboð til að hafa áhuga á að fara út á land og tala við fólk. Þetta er eitthvað sem ég ákvað að gera í rauninni um leið og ég settist inn á þing. Að eiga milliliðalaust samtal við almenning í landinu,“ segir Kristrún. Við hittum á þingkonuna þar sem hún var stödd á Ísafirði en hún hafði þá þegar lagt suðurfirðina að baki en Samfylkingin á ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi. Hún segir allt öðruvísi að tala við fólk nú en í miðri kosningabaráttu. Kristrún segir áhugavert hvað mörg úrlausnarefnin væru svipuð á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu eins og húsnæðisskortur á sunnaverðum Vestfjörðum. Ástand samgangna á Vestfjörðum skæri sig hins vegar úr. Þar væri mikilla úrbóta þörf. „Að keyra á þessum árstíma á þessu svæði er náttúrlega ótrúlegt. Þetta var nákvæmlega það sem ég var að leitast eftir í þessari ferð. Að fara hér svo til ein á bíl, í heimagistingu hjá fólkinu á svæðinu og eiga þessi samtöl og upplifa bara brotabrot á eigin skinni hver veruleiki fólks er,“ segir Kristrún. Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar flokkinn eiga öflugt lið til forystu. „Við verðum með landsfund í október. Þá kemur í ljós hvernig við teflum okkar forystu fram.“ Ætlar þú að halda áfram? „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en bara í sumar,“ sagði Logi í Kryddsíldinni. Kristrún segist þakklát fyrir að sumir sjái hana sem formannsefni. „En á þessum tímapunkti er bara of snemmt að segja til um svoleiðis áform. Það eru tíu mánuðir í landsfund. Ég er búin að vera á þingi í nokkra mánuði. Þannig að þetta er einhver ákvörðun sem ég þarf að taka síðar meir,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01 Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Það er ekki algengt að þingmenn Reykjavíkur auglýsi fundaferð um landið eins og Kristrún Frostadóttir gerir nú fjórum mánuðum eftir kosningar undir slagorðinu Samræða um framtíðina. Hún var kjörin í fyrsta skipti á Alþingi fyrir Reykjavík suður í síðustu kosningum og telja margir að hún sé framtíðar formannsefni. „Mér finnst það frekar merkilegt að maður þurfi að vera á leiðinni í formannsframboð til að hafa áhuga á að fara út á land og tala við fólk. Þetta er eitthvað sem ég ákvað að gera í rauninni um leið og ég settist inn á þing. Að eiga milliliðalaust samtal við almenning í landinu,“ segir Kristrún. Við hittum á þingkonuna þar sem hún var stödd á Ísafirði en hún hafði þá þegar lagt suðurfirðina að baki en Samfylkingin á ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi. Hún segir allt öðruvísi að tala við fólk nú en í miðri kosningabaráttu. Kristrún segir áhugavert hvað mörg úrlausnarefnin væru svipuð á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu eins og húsnæðisskortur á sunnaverðum Vestfjörðum. Ástand samgangna á Vestfjörðum skæri sig hins vegar úr. Þar væri mikilla úrbóta þörf. „Að keyra á þessum árstíma á þessu svæði er náttúrlega ótrúlegt. Þetta var nákvæmlega það sem ég var að leitast eftir í þessari ferð. Að fara hér svo til ein á bíl, í heimagistingu hjá fólkinu á svæðinu og eiga þessi samtöl og upplifa bara brotabrot á eigin skinni hver veruleiki fólks er,“ segir Kristrún. Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar flokkinn eiga öflugt lið til forystu. „Við verðum með landsfund í október. Þá kemur í ljós hvernig við teflum okkar forystu fram.“ Ætlar þú að halda áfram? „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en bara í sumar,“ sagði Logi í Kryddsíldinni. Kristrún segist þakklát fyrir að sumir sjái hana sem formannsefni. „En á þessum tímapunkti er bara of snemmt að segja til um svoleiðis áform. Það eru tíu mánuðir í landsfund. Ég er búin að vera á þingi í nokkra mánuði. Þannig að þetta er einhver ákvörðun sem ég þarf að taka síðar meir,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01 Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01
Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00
Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02