Joel Andersson kom heimamönnum í Midtjylland yfir eftir tuttugu mínútna leik, en það reyndist eina mark leiksins.
Elías Rafn stóð vaktina í marki Midtjylland og Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK.
Liðin mætast aftur að viku liðinni, en þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.