Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík Sæbjörn Steinke skrifar 17. febrúar 2022 22:59 Arnar Guðjónsson segir að KR-ingar eigi það til að hópast að dómurunum þegar illa gengur. Vísir/Bára „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira