Segir sinn mann hafa hagað sér eins og kjána: „Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2022 23:07 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki ánægður með framkomu sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur, við komum ótrúlega flatir og orkulitlir út í leikinn. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu á meðan við virkuðum mjög vanstilltir,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, eftir tap gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld. „Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
„Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59
Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55