Systir Freyju um morðið: „Ég held hann hafi litið á Freyju sem eign sína“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 07:12 Dísa Egilsdóttir, systir Freyju, segir hana aldrei hafa verið hrædda við Flemming, sem að lokum myrti Freyju. Skjáskot/Dr.dk Systur Freyju Egilsdóttur, sem var myrt af eiginmanni sínum í Danmörku síðasta vetur, segir Freyju aldrei hafa verið hrædda við hann. Hún telji þó að hann hafi litið á hana sem eign sína. Freyja fannst látin á heimili sínu í Malling á Jótlandi aðfaranótt 3. febrúar í fyrra. Fljótt þótti ljóst að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað og fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, Flemming Mogensen, játaði samdægurs að hafa orðið henni að bana. Í nóvember var Flemming dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins eftir að hafa játað fyrir dómi. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Flemming hafi í dómi gefið nokkrar ástæður fyrir morðinu. Hann hafi verið orðinn þreyttur á að þurfa að sjá um börnin þeirra Freyju, meira að segja stundum á hennar helgum ef hún vildi heimsækja vini sína. Þá hafi Freyja verið búin að fjarlægja nafn hans af póstkassanum heima hjá sér. Sambandið leit vel út utanfrá Dísa Egilsdóttir, systir Freyju, segir í viðtali við danska ríkisútvarpið að hún eigi enn erfitt með að skilja hvað gerðist. „Hugsaðu þér einhvern sem ákvað bara að hún ætti ekki að vera hérna lengur. Hver leyfði honum það? Ég held hann hafi horft á Freyju sem eign sína. Hann átti hana,“ segir Dísa í viðtalinu. Hún rifjar upp að samband þeirra Freyju og Flemmings hafi byrjað vel. Þau hafi kynnst snemma á þessari öld í Árhúsum og verið yfir sig ástfangin. Utanfrá hafi allt litið vel út. Samband þeirra hafi þó þróast hratt, þau flutt inn saman stuttu eftir að hafa kynnst, eignast börn og verið saman í mörg ár. Segir Freyju aldrei hafa verið hrædda við Flemming Dísa segir að þrátt fyrir að sambandið hafi verið frábært fyrstu árin hafi stemningin heima fyrir þó litast af sakpsveiflum Flemmings, sem Dísa segist sjálf hafa tekið eftir. Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling og er mikil sorg í bænum.Vísir/aðsend „Hann var dálítið sérstakur. En við hugsuðum, ókei hann er danskur, kannski eru þeir öðruvísi en við. En þau virtust góð. Síðar kom í ljós að hann hafði mikinn skapofsa. Til dæmis varð hann hratt reiður í umferðinni,“ segir Dísa. „Freyja var samt aldrei hrædd við hann. Aldrei.“ Eftir tuttugu ára sambúð skildu Freyja og Flemming að ósk Freyju. Á föstudagsmorgunn, 29. janúar í fyrra, var Freyja ein heima en börnin höfðu verið hjá Flemming þá vikuna. Flemming samt sem áður mætti heim til hennar óvænt, læsti hurðinni og myrti hana. „Systir mín hafði gifst morðingja“ Það var í annað sinn sem Flemming myrti maka sinn. Hann var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. Dísa segir það hafa verið mikið áfall að komast að því að Flemming hafi myrt fyrri barnsmóður sína. „Þegar ég heyrði það varð allt svart. Systir mín hafði gifst morðingja.“ Dísa segir að eftir morðið á Freyju hafi hún verið buguð af sorg og þótt hún gjörsamlega valdlaus. Henni hafi liðið sem hún þyrfti að vera klettur fjölsyldunnar, svo hægt væri að jarðsetja Freyju og vinna úr áfallinu. Mestu máli hafi þó skipt að bjarga þremur börnum þeirra Flemmings og Freyju. „Börnin verða að geta komist áfram í lífinu og skilja þessa hræðilegu sögu að baki. Þess vegna finnst mér líka að hann eigi bara að vera í fangelsi.“ Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. 24. nóvember 2021 10:50 Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Freyja fannst látin á heimili sínu í Malling á Jótlandi aðfaranótt 3. febrúar í fyrra. Fljótt þótti ljóst að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað og fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, Flemming Mogensen, játaði samdægurs að hafa orðið henni að bana. Í nóvember var Flemming dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins eftir að hafa játað fyrir dómi. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Flemming hafi í dómi gefið nokkrar ástæður fyrir morðinu. Hann hafi verið orðinn þreyttur á að þurfa að sjá um börnin þeirra Freyju, meira að segja stundum á hennar helgum ef hún vildi heimsækja vini sína. Þá hafi Freyja verið búin að fjarlægja nafn hans af póstkassanum heima hjá sér. Sambandið leit vel út utanfrá Dísa Egilsdóttir, systir Freyju, segir í viðtali við danska ríkisútvarpið að hún eigi enn erfitt með að skilja hvað gerðist. „Hugsaðu þér einhvern sem ákvað bara að hún ætti ekki að vera hérna lengur. Hver leyfði honum það? Ég held hann hafi horft á Freyju sem eign sína. Hann átti hana,“ segir Dísa í viðtalinu. Hún rifjar upp að samband þeirra Freyju og Flemmings hafi byrjað vel. Þau hafi kynnst snemma á þessari öld í Árhúsum og verið yfir sig ástfangin. Utanfrá hafi allt litið vel út. Samband þeirra hafi þó þróast hratt, þau flutt inn saman stuttu eftir að hafa kynnst, eignast börn og verið saman í mörg ár. Segir Freyju aldrei hafa verið hrædda við Flemming Dísa segir að þrátt fyrir að sambandið hafi verið frábært fyrstu árin hafi stemningin heima fyrir þó litast af sakpsveiflum Flemmings, sem Dísa segist sjálf hafa tekið eftir. Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling og er mikil sorg í bænum.Vísir/aðsend „Hann var dálítið sérstakur. En við hugsuðum, ókei hann er danskur, kannski eru þeir öðruvísi en við. En þau virtust góð. Síðar kom í ljós að hann hafði mikinn skapofsa. Til dæmis varð hann hratt reiður í umferðinni,“ segir Dísa. „Freyja var samt aldrei hrædd við hann. Aldrei.“ Eftir tuttugu ára sambúð skildu Freyja og Flemming að ósk Freyju. Á föstudagsmorgunn, 29. janúar í fyrra, var Freyja ein heima en börnin höfðu verið hjá Flemming þá vikuna. Flemming samt sem áður mætti heim til hennar óvænt, læsti hurðinni og myrti hana. „Systir mín hafði gifst morðingja“ Það var í annað sinn sem Flemming myrti maka sinn. Hann var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. Dísa segir það hafa verið mikið áfall að komast að því að Flemming hafi myrt fyrri barnsmóður sína. „Þegar ég heyrði það varð allt svart. Systir mín hafði gifst morðingja.“ Dísa segir að eftir morðið á Freyju hafi hún verið buguð af sorg og þótt hún gjörsamlega valdlaus. Henni hafi liðið sem hún þyrfti að vera klettur fjölsyldunnar, svo hægt væri að jarðsetja Freyju og vinna úr áfallinu. Mestu máli hafi þó skipt að bjarga þremur börnum þeirra Flemmings og Freyju. „Börnin verða að geta komist áfram í lífinu og skilja þessa hræðilegu sögu að baki. Þess vegna finnst mér líka að hann eigi bara að vera í fangelsi.“
Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. 24. nóvember 2021 10:50 Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. 24. nóvember 2021 10:50
Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51
Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37