„Geggjað gaman að spila svona leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 07:31 Glódís Perla Viggósdóttir vel á verði í leiknum við Nýja-Sjáland sem tókst varla að skapa sér færi í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum hæstánægð eftir 1-0 sigur Íslands gegn Nýja-Sjálandi í Bandaríkjunum í nótt, í fyrsta leik fótboltalandsliðsins á SheBelieves Cup. „Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
„Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu. Það var mjög hátt tempó í fyrri hálfleik og við byrjuðum leikinn ógeðslega vel. Pressum þær niður, fáum horn og skorum strax, sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur og gefur okkur orku sem mér fannst við halda allan fyrri hálfleikinn. Það er geggjað gaman að spila svona leiki,“ sagði Glódís í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands en markið skoraði hún strax á fyrstu mínútu leiksins. „Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, líka inn í hápressuna okkar og eins og sást þá vorum við reyna að hápressa í 85 mínútur hérna. Flestar af okkur eru á undirbúningstímabili svo það að hafa haldið svona lengi út er gott merki og vonandi getum við haldið áfram að vinna með þetta og setja fleiri mörk, og þá fáum við aðeins meiri ró í leikinn,“ sagði Glódís. Glódís Perla var að vonum ánægð með sigurinn gegn Nýja Sjálandi.#dottir pic.twitter.com/Nr7YBIqDLh— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2022 Engin færi sem þær hefðu getað skorað úr Hún tók undir það að baráttan inni á vellinum hefði verið hörð: „Það er gaman fyrir okkur að spila svona leiki. Við viljum spila „physical“ leik og gerðum það í dag. Eftir að við skoruðum náðum við að spila góðan varnarleik. Við vorum kannski ekki að spila boltanum eins vel og við viljum allan leikinn en það er karaktersigur hjá liðinu engu að síður að geta spilað þéttan og góðan varnarleik, og ég held að þær fái engin færi sem ég man eftir sem þær hefðu getað skorað úr. Þetta var frábær leikur,“ sagði Glódís. Ísland mætir næst Tékklandi seint á sunnudagskvöld að íslenskum tíma, en Ísland og Tékkland mætast svo í apríl í algjörum lykilleik í undankeppni HM. En hvað vill Glódís taka með sér úr leiknum í nótt yfir í næsta leik: „Varnarleikinn fyrst og fremst. Við spiluðum góða hápressu og unnum boltann á góðum stöðum, mjög oft. Svo þurfum við að byggja aðeins betur ofan á það og klára þetta með mörkum, og þá líður okkur ennþá betur.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira