Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 15:31 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. „Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður. Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira
„Eftir óvissu og erfiðleika í rekstrarumhverfi fyrirtækisins í byrjun veirufaraldursins á árinu 2020 varð mjög jákvæð þróun á rekstri Landsvirkjunar á árinu 2021. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 29,5 milljarðar króna og hækkaði um 64% á milli ára í Bandaríkjadal talið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Selt heildarmagn jókst um fimm prósent milli ára en meðalverð inn á heilsölumarkað til heimila og smærri fyrirtækja hækkaði ekki milli ára á meðan verð til stórnotenda hækkaði um 55 prósent. Hagnaðurinn er nú í sögulegum hæðum. Hækkunina má rekja til hagstæðra ytri skilyrða á ál og orkumörkuðum og þess að endursamið hefur verið við flest fyrirtækin. „Bætta afkomu Landvirkjunar á síðasta ári má því alfarið rekja til hækkunar á tekjum af sölu til stórnotenda,“ segir Hörður. Tekjur hækkuðu og skuldir lækkuðu Þar að auki voru rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári meiri en nokkur sinni áður í sögu félagsins en þær námu 72,6 milljörðum króna og hækkuðu um 23,2 prósent frá árinu áður. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkunum á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum. Nettó skuldir lækkuðu þá um 22,8 milljarða króna frá áramótum og voru í árslok 195,1 milljarður króna. Að sögn Harðar eru helstu skuldahlutföll nú orðin sambærileg og hjá systurfyrirtækjum Landsvirkjunar á Norðurlöndunum. „Ekki er því lengur þörf á að leggja áherslu á hraða lækkun skulda og hefur arðgreiðslugeta fyrirtækisins þar af leiðandi aukist. Í þessu ljósi áformar stjórn fyrirtækisins að leggja til við aðalfund um 15 milljarða kr. (120 milljóna Bandaríkjadala) arðgreiðslu vegna síðasta árs,“ segir Hörður. Hann segir enn fremur að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé góður grunnur fyrir þær áskoranir sem eru fram undan og segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. „Tækifærin eru fjölmörg og við höfum þegar hafist handa við undirbúning verkefna sem stuðla að orkuskiptum innanlands og metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður.
Landsvirkjun Tekjur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira