Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2022 14:30 Isabel Díaz Ayuso, forseti heimastjórnarinnar í Madrid GettyImages Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum. Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent