Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 15:50 Kristinn Hrafnsson tók síðastur til máls á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. vísir/óttar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira