Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 12:53 Snjórinn hefur fokið upp að ýmsum húsum og bílum í Eyjum og safnast þar saman. Indíana Guðný Kristinsdóttir Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir. Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir.
Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira