Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 23:01 Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan: Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan:
Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira