Beið alla Ólympíuleikana eftir því að fá að keppa en villtist síðan í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Sophia Laukli var skiljanlega mjög svekkt að hafa gert þessi mistök. Getty/Patrick Smith Eina grein bandarísku skíðagöngukonunnar Sophia Laukli var ekki fyrr en á lokadegi keppninnar. Eftir að hafa beðið alla leikana eftir því að fá að keppa þá er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi gengið eins og í sögu. Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Sjá meira
Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Sjá meira