Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 10:06 Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson. Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea. Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10