Sérfræðiráðgjöf og minni miðasala kostuðu KSÍ tugi milljóna Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Færri áhorfendur mættu á landsleiki Íslands en gert var ráð fyrir, bæði vegna samkomutakmarkana og einnig vegna minni áhuga á karlalandsliðinu en áður. vísir/Hulda Margrét Tap var á rekstri Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári sem nemur 24,4 milljónum króna. Áætlanir gera ráð fyrir að vinna það tap upp að miklu leyti á þessu ári. Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira