Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:59 Í miklum vindi og úrkomu leysir snjóinn fyrr. vísir/vilhelm Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. „Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47