Gestirnir frá Garðabænum höfðu góð tök á leiknum allt frá upphafi, en Stjarnan leiddi með sjö mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 15-8.
Heimakonur í FH náðu ekki að gera atlögu að forskoti Stjörnunnar í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því tíu marka sigur gestanna, 28-18.
Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk, en í liði FH var Hildur Guðjónsdóttir atkvæðamest með níu mörk.
Stjarnan er því á leið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins þar sem liðið mætir ÍBV í Vestmannaeyjum.