Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2022 22:22 Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Einar Árnason Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. Í fréttum Stöðvar 2 var áfram fjallað um samgöngur Mjófirðinga en yfir vetrarmánuði treysta þeir á litla ferju sem fer tvær ferðir í viku til Norðfjarðar. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður er núna hluti Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn Jón Björn Hákonarson er sammála Mjófirðingum um að framtíð byggðarinnar liggi ekki í ferju heldur göngum. „Við vitum það og þekkjum. Þetta þekkja menn í Noregi þar sem ferjur eru mikið notaðar og þar sem eru eyjasamfélög og fleira. Norðmenn segja: Unga fólkið vill heilsárs.. - það vill geta farið hvenær sem það vill. Það vill ekkert bíða eftir ferjunni, hvort sem hún er daglega eða hvernig sem það er. Þannig að það verður ekki tryggt nema með jarðgöngum. Og því fyrr því betra,“ segir Jón Björn. Bæjarstjórinn segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með göngum milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð og til Héraðs. Bæjarstjórinn vill sjá hringtengingu Austfjarða þannig að Norðfjörður og Seyðisfjörður tengist um Mjóafjörð ásamt tengingu við Hérað.Grafík/Ragnar Visage „Ég held að það sé í huga allra Austfirðinga mjög mikilvægt að við hringtengjum okkur. Og inn í því er Mjóifjörður þar af leiðandi samtengdur.“ Samgönguáætlun miðar við að göng undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar verði næst. En vill bæjarstjórinn að önnur göng verði á undan? „Ég vil bara byrja á þessu öllu samtímis,“ svarar Jón Björn og vitnar til frétta frá Færeyjum. „Ég held að Færeyingar séu að byrja á þriðju göngunum núna nokkurn veginn samhliða. Þetta er svolítið sérstakt að við Íslendingar getum ekki náð þeirri viðspyrnu. Við getum byrjað á fleiri en einum. Því ekki ætla ég að gera lítið úr samgöngum annarra landshluta líka. Það vantar göng víða. Eigum við ekki að taka Færeyinga á þetta og starta bara nokkrum í einu? Og þessvegna á nokkrum stöðum á landinu?“ spyr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Sigfús Vilhjálmsson á Brekku segir frá eyjunni í Færeyjum sem kölluð er blokkflautan.Einar Árnason Og Mjófirðingurinn Sigfús Vilhjálmsson á Brekku rifjar upp að á eynni Kalsoy, sem gárungarnir kalla blokkflautuna vegna fimm jarðganga, hafi Færeyingar meira að segja grafið smalagöng inn í dal einn. „Þeir gerðu þetta fyrir smalana! En við getum ekki borað á milli fjarða! Skrýtið,“ segir Sigfús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Færeyjar Um land allt Byggðamál Múlaþing Tengdar fréttir Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var áfram fjallað um samgöngur Mjófirðinga en yfir vetrarmánuði treysta þeir á litla ferju sem fer tvær ferðir í viku til Norðfjarðar. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður er núna hluti Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn Jón Björn Hákonarson er sammála Mjófirðingum um að framtíð byggðarinnar liggi ekki í ferju heldur göngum. „Við vitum það og þekkjum. Þetta þekkja menn í Noregi þar sem ferjur eru mikið notaðar og þar sem eru eyjasamfélög og fleira. Norðmenn segja: Unga fólkið vill heilsárs.. - það vill geta farið hvenær sem það vill. Það vill ekkert bíða eftir ferjunni, hvort sem hún er daglega eða hvernig sem það er. Þannig að það verður ekki tryggt nema með jarðgöngum. Og því fyrr því betra,“ segir Jón Björn. Bæjarstjórinn segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með göngum milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð og til Héraðs. Bæjarstjórinn vill sjá hringtengingu Austfjarða þannig að Norðfjörður og Seyðisfjörður tengist um Mjóafjörð ásamt tengingu við Hérað.Grafík/Ragnar Visage „Ég held að það sé í huga allra Austfirðinga mjög mikilvægt að við hringtengjum okkur. Og inn í því er Mjóifjörður þar af leiðandi samtengdur.“ Samgönguáætlun miðar við að göng undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar verði næst. En vill bæjarstjórinn að önnur göng verði á undan? „Ég vil bara byrja á þessu öllu samtímis,“ svarar Jón Björn og vitnar til frétta frá Færeyjum. „Ég held að Færeyingar séu að byrja á þriðju göngunum núna nokkurn veginn samhliða. Þetta er svolítið sérstakt að við Íslendingar getum ekki náð þeirri viðspyrnu. Við getum byrjað á fleiri en einum. Því ekki ætla ég að gera lítið úr samgöngum annarra landshluta líka. Það vantar göng víða. Eigum við ekki að taka Færeyinga á þetta og starta bara nokkrum í einu? Og þessvegna á nokkrum stöðum á landinu?“ spyr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Sigfús Vilhjálmsson á Brekku segir frá eyjunni í Færeyjum sem kölluð er blokkflautan.Einar Árnason Og Mjófirðingurinn Sigfús Vilhjálmsson á Brekku rifjar upp að á eynni Kalsoy, sem gárungarnir kalla blokkflautuna vegna fimm jarðganga, hafi Færeyingar meira að segja grafið smalagöng inn í dal einn. „Þeir gerðu þetta fyrir smalana! En við getum ekki borað á milli fjarða! Skrýtið,“ segir Sigfús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Færeyjar Um land allt Byggðamál Múlaþing Tengdar fréttir Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14