Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. febrúar 2022 11:58 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, og blaðamennirnir fjórir. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá Kveiki og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum. Vísir Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls. Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls.
Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21
Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44
Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28