Þorgerður Katrín: Samstaða á alþjóðavettvangi framar viðskiptahagsmunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að Ísland eigi að standa með fullvanda þjóðum og sýna samstöðu á hinu stóra sviði. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir stöðuna í Úkraínu óþolandi og grafalvarlega. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um málið í dag. Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira