Enn er ekki vitað um kyn né nafn barnsins og er óvíst hvort að það verði gefið út en Jennifer hefur reynt að halda öllu tengdu meðgöngunni fyrir sig. Í viðtali við Vanity Fair sagði hún að allt tengt barninu verði ekki rætt hjá henni í framtíðinni.

„Hvert einasta innsæi í líkamanum mínum vill vernda einkalíf barnsins það sem eftir er lífs þeirra, eins mikið og ég get. Ég vil ekki að neinum finnist hann velkominn í tilveru barnsins. Ég finn að það byrjar með því að ég haldi því fyrir utan þennan part af starfinu mínu.“
Sagði Jennifer meðal annars í viðtalinu.