Versti dagur í langan tíma Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 08:01 Rauður dagur í ljósi stríðsátaka. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð. Fjárfestar leita í öryggt skjól og losa sig við hluti í sögulegri óvissu sem nú ríkir - í skugga stríðsátaka í Evrópu. Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir taka mikið högg - úrvalsvísitala DAX í Þýskalandi hefur ekki tekið eins snarpa dýfu frá 2020 þegar talað var um hrun. Ekki síst er kauphöllin í Moskvu í sögulegri lægð eftir að vesturveldin ýmist boðuðu eða komu á umfangsmiklum viðskiptaþvingunum. Þróunin á mörkuðum er hefðbundin í miklu óvissuástandi. Gull er að hækka, ríkisskuldabréf, olía og gas enn fremur. En það sem hrynur eru hlutabréfamarkaðirnir - mælikvarði á traust gagnvart komandi tímum. Þrátt fyrir mikið högg nú þegar átökin eru nýhafin eru fréttaskýrendur sem halda því fram að sögulega sé það svo að botninum sé náð á fyrsta degi átaka. Þaðan geti leiðin legið upp á við - en óvissan er þó enn mikil. Öll félög á aðalmarkaði íslensku Kauphallarinnar hafa lækkað í markaðsvirði - úrvalsvísitalan um sex prósent. Þetta er versti dagur í langan tíma í Kauphöllinni. Illa leikin eru einkum flugfélögin, Icelandair sem lækkar um rúm 9% og Play, sem lækkar um 6,4%. Icelandic Seafood lækkar um 9% og Eimskipafélagið, Kvika og Marel lækka öll um meira en 7%. Vísir Hækkanirnar helgast í mörgum tilfellum af hækkandi olíuverði. Tunnan af Brent Norðursjávarolíu er orðin dýrari en sem nemur 100 Bandaríkjadölum; svo hátt hefur verðið ekki verið frá september 2014. Rússar eru þriðji stærsti olíuframleiðandi heims og annar stærsti útflytjandinn. Bandaríkin eru að skoða ýmsar leiðir til að koma böndum á olíuverðshækkanir - þar á meðal að opna frekar á olíuvaraforðann. Þá hefur verið bent á að hækkandi olíuverð auki líkurnar á að verðbólgan hér á Íslandi skríði yfir sjö prósent markið. Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Tengdar fréttir Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestar leita í öryggt skjól og losa sig við hluti í sögulegri óvissu sem nú ríkir - í skugga stríðsátaka í Evrópu. Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir taka mikið högg - úrvalsvísitala DAX í Þýskalandi hefur ekki tekið eins snarpa dýfu frá 2020 þegar talað var um hrun. Ekki síst er kauphöllin í Moskvu í sögulegri lægð eftir að vesturveldin ýmist boðuðu eða komu á umfangsmiklum viðskiptaþvingunum. Þróunin á mörkuðum er hefðbundin í miklu óvissuástandi. Gull er að hækka, ríkisskuldabréf, olía og gas enn fremur. En það sem hrynur eru hlutabréfamarkaðirnir - mælikvarði á traust gagnvart komandi tímum. Þrátt fyrir mikið högg nú þegar átökin eru nýhafin eru fréttaskýrendur sem halda því fram að sögulega sé það svo að botninum sé náð á fyrsta degi átaka. Þaðan geti leiðin legið upp á við - en óvissan er þó enn mikil. Öll félög á aðalmarkaði íslensku Kauphallarinnar hafa lækkað í markaðsvirði - úrvalsvísitalan um sex prósent. Þetta er versti dagur í langan tíma í Kauphöllinni. Illa leikin eru einkum flugfélögin, Icelandair sem lækkar um rúm 9% og Play, sem lækkar um 6,4%. Icelandic Seafood lækkar um 9% og Eimskipafélagið, Kvika og Marel lækka öll um meira en 7%. Vísir Hækkanirnar helgast í mörgum tilfellum af hækkandi olíuverði. Tunnan af Brent Norðursjávarolíu er orðin dýrari en sem nemur 100 Bandaríkjadölum; svo hátt hefur verðið ekki verið frá september 2014. Rússar eru þriðji stærsti olíuframleiðandi heims og annar stærsti útflytjandinn. Bandaríkin eru að skoða ýmsar leiðir til að koma böndum á olíuverðshækkanir - þar á meðal að opna frekar á olíuvaraforðann. Þá hefur verið bent á að hækkandi olíuverð auki líkurnar á að verðbólgan hér á Íslandi skríði yfir sjö prósent markið.
Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Tengdar fréttir Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21