Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 10:59 Hilmar Leifsson, bróðir Tryggva Rúnars Leifssonar, og fleiri aðstandendur Tryggva í Hæstarétti árið 2018 þegar sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru sýknaðir. Vísir/Daníel Þór Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira