Kyssti KA-merkið og Arnar og sannfærði sérfræðingana um breytta tíma Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 16:00 Jón Heiðar Sigurðsson fagnaði því vel þegar hann sótti vítakast og tvær mínútur á Eyjamenn í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er herra KA,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni og birti myndskeið af ástríðufullum Jóni Heiðari Sigurðssyni í jafntefli KA við ÍBV í Olís-deildinni í handbolta í gærkvöld. Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03